Sú er þó raunin eftir að Bodley var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Bodley átti sér þann draum að verða lögreglumaður og í atvinnuviðtali við lögregluembættið í Apopka játaði hann að hafa brotið gegn ungri frænku sinni.
New York Post greinir frá þessu og segir að Bodley hafi talað um „kynferðislega leiki“ í atvinnuviðtalinu. Eftir að greinendur höfðu farið yfir viðtalið var hann boðaður í annað viðtal þar sem hann var beðinn um að útskýra fyrri ummæli sín betur. Játaði hann þá að hafa brotið gegn barni fyrir mörgum árum.
Lögregla leitaði móður fórnarlambsins uppi og kom þá í ljós að Bodley hafði átt í nánum samskiptum við barnið og fjölskyldu þess fyrir nokkrum árum síðan. Fórnarlambið sagði að Bodley hafi brotið gegn henni í nokkur skipti þegar hann var á aldrinum 14 til 19 ára.
Ákæra var gefin út í kjölfarið og var Bodley sakfelldur á dögunum. Refsing yfir honum hefur ekki verið kveðin upp en brot af þessu tagi varða allt að lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum.