Kviðdómur hefur sakfellt þrítugan stærðfræðikennara á Englandi, Rebecca Joynes, fyrir kynferðisbrot gegn tveimur 15 ára unglingum. Metro greinir frá.
Kemur þar fram að Rebecca hafi farið með annan drenginn í verslun og keypt handa honum Gucci-belti og síðan haft mök við hann í íbúð sinni í Manchester.
Eftir að drengurinn upplýsti um þetta var Rebecca handtekin og sagt upp störfum. En er hún var laus gegn tryggingu hóf hún samband við annan 15 ára dreng og varð síðar þunguð eftir hann.
Í réttarhöldunum kom fram að Rebecca hótaði drengnum sem gat barn með henni að hún myndi skaða sjálfa sig eða svipta sig lífi ef hann myndi binda enda á samband þeirra. Einnig sagði hún við hann að það yrði á hans ábyrgð ef hún missti fóstrið vegna þess að hann hefði bundið enda á sambandið.
Rebecca hefur afsakað glæpi sína með því að athygli unglinganna hafi verið freistandi fyrir hana í kjölfar sambandsslita og hún hafi fallið fyrir freistingunni. Hún og lögmenn hennar reyndu einnig að halda því fram að samband hennar við seinni drenginn hafi í raun byrjað eftir að hann varð 16 ára og því ekki ólöglegt. Þessu trúði kviðdómur ekki og fann hana seka um kynferðisbrot gegn báðum drengjunum. Er hún meðal annars sakfelld fyrir að hafa misnotað traust drengjanna er hún var í valdastöðu gagnvart þeim sem kennari.