Sky News segir að þetta hafi gerst í High Wycombe í Buckinghamshire á Englandi. Lögreglan var kölluð þangað vegna manns á sjötugsaldri sem var sagður hafa verið stunginn.
Talsmaður lögreglunnar sagði að hinn handtekni hafi verið fluttur á sjúkrahús og sé alvarlega særður en lögreglan skaut hann eftir að hann skaut lögreglumanninn.
Lögreglumaðurinn var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans reyndust minniháttar.