Fjölmargir séð Netflix-seríuna Baby Reindeer en þar er rakin skelfileg reynsla uppistandarans og barþjónsins Richard Gadd. Kona að nafni Martha varð hugfangin af honum og sat um hann í tvö ár og beitti hann miklu andlegu ofbeldi.
Þættirnir hafa vakið gífurlega athygli og sterkar tilfinningar áhorfenda. Núna hefur fyrirmynd Mörthu, Fiona Harvey, stigið fram, en hún segist hafa orðið fyrir ofsóknum fólks sem komst að því að hún væri fyrirmynd Mörthu.
Sjónvarpsmaðurinn heimsþekkti Piers Morgan fær Fionu í viðtal til sín í þáttinn Uncensored á fimmtudagskvöld. Greinir Piers frá þessu á Twitter. Segir Piers að Fiona vilji leiðrétta rangfræslur en hann spyr hvort hún sé geðbilaður eltihrellir. Áhorfendur eiga eftir að dæma um það.
*WORLD EXCLUSIVE*
The real-life Martha from Baby Reindeer breaks cover and gives me her first TV interview about the smash hit Netflix show.
Fiona Harvey wants to have her say & ‘set the record straight.’
Is she a psycho stalker?
Find out tomorrow on @PiersUncensored pic.twitter.com/MxaE5SEiTa— Piers Morgan (@piersmorgan) May 8, 2024