fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Pressan
Miðvikudaginn 1. maí 2024 15:30

Tabitha Richardson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Bretlandi dæmdi á dögunum hina 83 ára gömlu Tabitha Richardson í tæplega tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að endurgreiða um 170 þúsund pund, eða um 30 milljónir króna, til einstaklings sem sló hana um lán og var krafinn um 40% okurvexti. Í dómnum kom fram að Richardson, sem virkaði sem ósköp venjuleg amma, hefði lánað sjö einstaklingum háar fjárhæðir á síðustu árum en krafið þá um svívirðilega vexti sem voru andstætt lögum og reglum.

Þá hafi Richardson verið sérstaklega ágeng og ógnandi við lánþega sína og meðal annars sent þeim skilaboð á borð við: „Hringdu nú þegar, þú veist að ég finn þig“ samkvæmt umfjöllun Daily Mail.

Muni Richardson ekki greiða hina himinháu sekt mun hún þurfa að dúsa í fangelsi í tæp tvö ár.

Richardson, sem vann hjá lánafyrirtæki lengi og þekkti bransann út og inn, kvaðst sjá eftir gjörðum sínum en tilgangurinn hafi verið að hjálpa fólki sem átti erfitt með að fá aðgang að fjármagni.

Málið hefur vakið nokkra athygli í Bretlandi enda uppfyllir Richardson ekki beint staðalímyndir um okurlánara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær