Nýja tegundin hefur fengið heitið „Vasuki Indicus“. Steingervingarnir af henni eru 47 milljóna ára gamlir en 27 steingerðir hryggjarliðir úr slöngunni fundust í Panandhro Lignite námunni í Gujarat.
Steingervingafræðingar telja að steingerðu hryggjarliðirnir séu úr fullvöxnu dýri. Þeir áætluðu lengd dýrsins út frá ummáli mænunnar og komust að því að það hafi verið 11 til 15 metra langt en viðurkenna að það geti verið skekkja í þessum útreikningi þeirra.
Rannsókn þeirra var nýlega birt í vísindaritinu Scientific Reports.
Live Science segir að vísindamenn telji að tegundin hafi lifað í Suður-Ameríku, Afríku, Indlandi, Ástralíu og Suður-Evrópu og hafi þrifist best í 28 gráðu hita.