fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Pressan
Laugardaginn 27. apríl 2024 20:30

Ingenuity. Mynd:NASA/JPL-Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingenuity, Marsþyrla Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, sendi nýlega lokaskilboð sín til jarðarinnar. Í þeim var meðal annars lokakveðja til vísindamannanna sem komu að því að senda hana til Mars og stýrðu þar. En þyrlan hefur ekki alveg lokið hlutverki sínu og mun gefa mannkyninu „lokagjöf“ en einn hængur er á þessari góðu gjöf.

Þyrlan mun halda áfram að afla gagna á meðan hún hefur straum til. Þessi gögn gætu komið að góðu gagni við Marsleiðangra framtíðarinnar. En sá hængur er á að við verðum að fara til Mars, eða senda vélmenni þangað, til að sækja þessi gögn.

Þyrlan er á stærð við dúfu. Hún lenti á Mars 18. febrúar 2021 ásamt Perseverance bílnum. Hún tók sig fyrst á loft þann 19. apríl 2021 og var það í fyrsta sinn sem manngerður hlutur flaug á annarri plánetu.

Markmiðið var að þyrlan skyldi fara í 5 flug á 30 dögum en þegar upp var staðið hafði hún farið í 72 flug og var á lofti í rúmlega tvær klukkustundir i heildina. Hún flaug 14 sinnum lengra en upphaflega var áætlað að því er segir í tilkynningu frá NASA.

Þyrlan fór í sitt síðasta flug 18. janúar á þessu ári. Hún brotlenti þá eftir að hafa misst samband við stjórnstöð NASA í skamma stund. Tveir af fjórum spöðum hennar skemmdust og er hún því ekki flugfær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Í gær

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun