Lögregla var kölluð út klukkan 20 að staðartíma og varðist lögregla í fyrstu allra frétta af aðgerðum á vettvangi. Í morgun sendi lögregla svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að tvö börn hefðu fundist látin á vettvangi.
SVT segir frá því að karl og kona séu í haldi lögreglu vegna gruns um morð en þau höfðu forræði yfir börnunum. Maðurinn var sjálfur með alvarlega áverka á sér og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um málið en tæknideild lögreglu er við vinnu á staðnum þar sem börnin fundust látin.