fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri

Pressan
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 22:00

Jade Berry. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem áreitti 13 ára dreng kynferðislega í almenningsgarði í Cheshire-sýslu á Norðvestur-Englandi sleppur við fangelsisvist. Metro greindi frá.

Atvikið átti sér stað í byrjun október í fyrra. Konan heitir Jade Berry og starfar sem móttökuritari á tannlæknastofu. Konan slagaði drukkin í gegnum almenningsgarðinn þar til hún koma auga á drenginn sem sat á bekk og ræddi við félaga sinn. Hún tróð sér á milli drengjanna og reyndi að blanda sér í samræður þeirra. Síðan strauk hún kynfæri drengsins utanklæða og bauð báðum drengjunum upp á kynlíf. Drengirnir gengu í burtu en áður hafði Jade flett sig klæðum og berað sig fyrir framan þá. Hún féll síðan í yfirlið vegna ölvunar.

Er drengurinn kom heim sagði hann móður sinni frá því sem hafði gerst og hún hringdi í lögregluna. Er lögregla handtók Jade tveimur dögum síðar sagðist hún hafa verið svo drukkin að hún myndi ekkert eftir atvikinu.

Fyrir rétti kom fram að Jade sæi svo eftir atvikinu að hún hafi reynt að taka eigið líf.

Dómur hefur núna verið kveðinn upp yfir konunni og hljóðar hann upp á 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi, sem þýðir að hún þarf ekki að sitja inni. Hún er jafnframt dæmd til að undirgangast fíknimeðferð.

Sjá nánar hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?