fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Fundu elstu „dauðu“ vetrarbrautina í hinum þekkta alheimi – Dauði hennar gæti breytt heimsfræðinni

Pressan
Sunnudaginn 17. mars 2024 18:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með aðstoð James Webb geimsjónaukans tókst stjörnufræðingum að finna elstu „dauðu“ vetrarbrautin sem nokkru sinni hefur sést. Hún „dó“ þegar alheimurinn var aðeins 700 milljóna ára gamall. Þessi uppgötvun gengur þvert gegn viðteknum útskýringum og þekkingu okkar á alheiminum á fyrstu árum hans.

Live Science segir að stjörnufræðingar séu steinhissa á þessari uppgötvun því þetta gangi þvert gegn þekkingu okkar á alheiminum á upphafsárum hans.

Vetrarbrautin hætti skyndilega og af dularfullum ástæðum að mynda stjörnur þegar alheimurinn var bara 700 milljóna ára gamall en þá urðu óteljandi stjörnur til, þökk sé miklu magni gass og ryks.

Vetrarbrautin hefur fengið nafnið JADES-GS-z7-QU. Rannsóknin, sem sýndi fram á dauða hennar, var nýlega birt í vísindaritinu Nature.

Tobias Looser, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að vetrarbrautir þurfi mikið af gasi til að geta myndað nýjar stjörnur og á fyrstu árum alheimsins hafi hann nánast verið eins og hlaðborð.

Francesco D‘Eugenio, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að núverandi líkön geti ekki skýrt hvernig stóð á því að vetrarbrautin tók á sig form á tæpum milljarði ára eftir Miklahvell og hætti síðan að mynda stjörnur. Það sé yfirleitt á síðari stigum alheimsins sem vetrarbrautir sjást hætta að mynda stjörnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm