fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Talsmaður umbóta á réttarvörslukerfinu var ekki allur þar sem hann var séður

Pressan
Þriðjudaginn 12. mars 2024 22:30

Sheldon Johnson. Mynd:Sheldon Johnson/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn handtók lögreglan í New York hinn 48 ára gamla Sheldon Johnson grunaðan um morð. Tveimur dögum áður hafði lögreglan fundið lík hins 44 ára Collin Small. Málið hefur vakið töluverða athygli því Johnson hefur verið ötull talsmaður þess að endurbætur verði gerðar á bandaríska réttarvörslukerfinu.

Höfuðlaust lík Small fannst í íbúð í Bronx að sögn NBC. Nágrannar höfðu heyrt skothvelli koma frá íbúð hans og sáu mann, sem var með hreingerningarbúnað, yfirgefa bygginguna.

ABC segir að við leit lögreglunnar í íbúðinni hafi hún fundið höfuð og fætur Small í frystinum.

Johnson þekkir væntanlega ágætlega til réttarvörslukerfisins því hann afplánaði 25 ára dóm fyrir morðtilraun.

Johnson, sem var áður meðlimur í glæpagenginu Blood, hefur rætt opinberlega um hvernig hann breytti lífi sínu til hins betra á meðan hann sat í fangelsi. Eftir að hann var látinn laus starfaði hann sem ráðgjafi fyrir Queens Defenders, sem eru samtök verjenda í sakamálum, að sögn The Times.

Johnson er í haldi, grunaður um morð, vörslu skotvopns, að hafa falið lík og að hafa reynt að leyna sönnunargögnum. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“