Höfuðlaust lík Small fannst í íbúð í Bronx að sögn NBC. Nágrannar höfðu heyrt skothvelli koma frá íbúð hans og sáu mann, sem var með hreingerningarbúnað, yfirgefa bygginguna.
ABC segir að við leit lögreglunnar í íbúðinni hafi hún fundið höfuð og fætur Small í frystinum.
Johnson þekkir væntanlega ágætlega til réttarvörslukerfisins því hann afplánaði 25 ára dóm fyrir morðtilraun.
Johnson, sem var áður meðlimur í glæpagenginu Blood, hefur rætt opinberlega um hvernig hann breytti lífi sínu til hins betra á meðan hann sat í fangelsi. Eftir að hann var látinn laus starfaði hann sem ráðgjafi fyrir Queens Defenders, sem eru samtök verjenda í sakamálum, að sögn The Times.
Johnson er í haldi, grunaður um morð, vörslu skotvopns, að hafa falið lík og að hafa reynt að leyna sönnunargögnum. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu.