fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Lögreglumaður lést í eigin trúlofunarveislu

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2024 14:30

Kalgoorlie í Ástralíu. Mynd: Wikimedia Commons - Tamsin Slater

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur maður sem búið hafði í Ástralíu síðan 2013 og starfað þar sem lögreglumaður frá 2017 lést í veislu síðastliðinn sunnudag þar sem verið var að fagna trúlofun hans og ónefndrar konu sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur.

Maðurinn hét Liam Trimmer og var 29 ára gamall. Hann er sagður hafa dottið með þeim afleiðingum að slagæð í hálsi hans skarst sem endaði með því að hann lést.

Sky News hefur þetta eftir áströlskum fjölmiðlum en ekki kemur fram hvernig slysið bar nákvæmlega að. Reynt var árangurslaust á vettvangi að bjarga lífi Trimmer. Rannsókn er hafinn á dauða hans.

Trimmer bjó og starfaði í vesturhluta Ástralíu nánar til tekið í lögreglunni bænum Kalgoorlie. Þar starfaði hann í sveit sem sérhæfir sig einkum í rannsóknum og viðbrögðum við glæpum glæpagengja.

Col Blanch lögreglustjóri Vestur-Ástralíu harmar mjög dauða Trimmer. Hann segir hann hafa verið afar hæfan ungan mann sem hafi átt allt lífið framundan. Trimmer hafi verið fyrirmyndar lögreglumaður. Blanch segir að allir sem viðstaddir voru veisluna og reyndu að bjarga lögreglumanninum unga eigi um sárt að binda:

„Ég held að þau óski þess öll að geta bara vaknað og verið laus úr þessari martröð,“ sagði Blanch.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“