fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Tveir teknir af lífi á íþróttaleikvangi í Afganistan

Pressan
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 07:30

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru skotnir til bana á íþróttaleikvangi í Afganistan á fimmtudaginn. Um opinbera aftöku, að skipan Talíbana, var að ræða.

Sky News segir að mörg þúsund manns hafi verið viðstaddir aftökuna sem voru skotnir til bana af ættingjum manns sem voru stungnir til bana.

Hæstiréttur Talíbana komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir, Syed Jamal og Gul Khan, hafi borið ábyrgð á dauða tveggja manna sem voru stungnir til bana. Ekki liggur þó fyrir hvort þeir stungu mennina sjálfir til bana.

Mannfjöldi safnaðist saman við Ali Lala íþróttaleikvanginn í borginni Ghazni á fimmtudaginn til að fylgjast með aftökunni. Trúarleiðtogar biðluðu til ættingja fórnarlambanna að fyrirgefa Jamal og Khan.

Það bar ekki árangur og voru þeir skotnir til bana af ættingjum fórnarlambanna.

Talsmaður hæstaréttar sagði að mennirnir hafi snúið baki í þá sem skutu þá.

Frá því að Talíbanar komust aftur til valda 2021 hafa tveir aðrir verið teknir af lífi opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“