Sky News segir að Begum hafi háð baráttu fyrir breskum dómstólum á síðustu árum til að reyna að endurheimta ríkisborgararéttinn. Nú síðast skaut hún málinu til sérstaks áfrýjunardómstóls. Áfrýjunardómstólinn tilkynnti á föstudaginn að hann féllist á rökin fyrir sviptingu ríkisborgararéttarins og vísaði áfrýjun Begum frá.
Dómarinn sagði að Begum hafi hugsanlega verið undir áhrifum frá öðrum og verið blekkt en það hafi verið hennar eigin ákvörðun að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin.