fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Dæmdur í 808 ára fangelsi fyrir fjöldamorð á farþegum strætisvagns

Pressan
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa verið á flótta í 13 ár var Rigoberto Danilo Morales handtekinn árið 2022. Á mánudaginn var hann dæmdur í 808 ára fangelsi af dómstól í Gvatemala.

Hann var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í fjöldamorðið 2008 þar sem 16 farþegar strætisvagns voru skotnir til bana. 15 voru frá Níkaragva og 1 frá Hollandi.

Hann var dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir hvert morð og 8 ár til viðbótar fyrir að hafa verið meðlimur eiturlyfjahrings.

En Rigoberto, sem er 37 ára, er kannski bjartsýnismaður og getur þá lifað í von um að sleppa úr fangelsi dag einn því samkvæmt lögum í Gvatemala þá má fólk ekki sitja lengur í fangelsi en í 50 ár.

Fyrir dómi kom fram að 2008 hafi strætisvagni verið ekið frá Níkaragva yfir til Gvatemala. Í vagninum voru þau 16 sem voru myrt.

Meðlimir eiturlyfjahrings stöðvuðu akstur vagnsins. Þeir héldu að fíkniefni væru í vagninum en þegar þeir áttuðu sig á að svo var ekki, skutu þeir farþegana til bana. Þeir brenndu síðan líkin heima hjá Marvin Montiel Marin, sem var meðlimur í eiturlyfjahringnum. Hann hlaut þungan dóm 2016 fyrir aðild að fjöldamorðinu. Auk hans og Rigoberto hafa sjö aðrir hlotið dóm í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Í gær

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun