Hann var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í fjöldamorðið 2008 þar sem 16 farþegar strætisvagns voru skotnir til bana. 15 voru frá Níkaragva og 1 frá Hollandi.
Hann var dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir hvert morð og 8 ár til viðbótar fyrir að hafa verið meðlimur eiturlyfjahrings.
En Rigoberto, sem er 37 ára, er kannski bjartsýnismaður og getur þá lifað í von um að sleppa úr fangelsi dag einn því samkvæmt lögum í Gvatemala þá má fólk ekki sitja lengur í fangelsi en í 50 ár.
Fyrir dómi kom fram að 2008 hafi strætisvagni verið ekið frá Níkaragva yfir til Gvatemala. Í vagninum voru þau 16 sem voru myrt.
Meðlimir eiturlyfjahrings stöðvuðu akstur vagnsins. Þeir héldu að fíkniefni væru í vagninum en þegar þeir áttuðu sig á að svo var ekki, skutu þeir farþegana til bana. Þeir brenndu síðan líkin heima hjá Marvin Montiel Marin, sem var meðlimur í eiturlyfjahringnum. Hann hlaut þungan dóm 2016 fyrir aðild að fjöldamorðinu. Auk hans og Rigoberto hafa sjö aðrir hlotið dóm í málinu.