fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

„Hef aldrei vitað annað eins“ – Fógeti gáttaður eftir fundinn í húsbíl kvekarans

Pressan
Mánudaginn 22. janúar 2024 22:30

Mynd/Evan Chasteen hjá Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gott að elska, en sárt að missa. Þetta lærum við flest á einn veg eða annan. Enginn vill horfa á eftir ástvini sínum, en það er þó mikilvægt að kunna að sleppa takinu.

Bóndi nokkur í Ohio kunni ekki að sleppa. Það var í janúar sem hinn 29 ára gamli John hafði samband við lögreglu til að greina þeim frá því að faðir hans, Robert Rea, væri látinn, sjötugur að aldri. Hafði John komið að föður sínum látnum á heimili hans.

Ekki er óvenjulegt að lögreglu berist svona símtöl. Það sem fylgdi var þó allt annað en venjulegt. John bætti við að þegar lögregla kæmi á vettvang myndu þeir finna annað lík. Lögreglumenn leituðu en fundu bara hinn aldraða Robert. Það var ekki fyrr en þeir ákváðu að skoða húsbílinn sem hafði verið lagt aftan við bæinn. Þar fundu þeir eiginkonu Roberts, Peggy, en hún hafði látið lífið 64 ára aldri, árið 2017.

Á daginn kom að Robert hafði búið síðustu sex ár lífs síns í húsbíl með látinni eiginkonu sinni. Hann hlúði að konu sinni og reyndi að geyma hana og varðveita eins vel og mögulegt var. Lík hennar fannst umvafið jurtum. Henni hafði verið pakkað þétt inn í teppi og þótti mjög heilleg fyrir sex ára lík.

„Ég hef verið í þessu næstum 34 ár og aldrei séð nokkuð þessu líkt,“ sagði fógetinn í samtali við fjölmiðla.

„Ég hef aldrei séð lík sem er orðið þetta gamalt, en er enn svona vel varðveitt. Við höfum fengið til okkar mun yngri líkamsleifar og varla var nokkuð eftir af þeim.“

Hjónin eru bæði talin hafa látist af eðlilegum orsökum. Sonur þeirra segir að bæði hafi þau verið hluti af Kvekara-trúflokkinum og vildu vera grafin á sama tíma. Þess vegna hafi Robert varðveitt konu sína á meðan hann beið sjálfur eftir manninum með ljánna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær