fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ótrúlegt klúður lögreglunnar – Gleymdu 11.000 DNA-sýnum – Gæti hafa kostað mannslíf

Pressan
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 04:35

DNA-sýni meðhöndlað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynstrið var það sama í hvert sinn. Konur voru lokkaðar inn í tóm hús eða ógnað til að fara inn í þau. Þar var þeim nauðgað og síðan barðar eða stungnar til bana. Að því loknu klæddi hann þær úr að mestu og lagði líkin á milli áfengisflaskna og einnota sprautna.

Frá 2017 til 2019 fundust fjórar konur sem höfðu látist á þennan hátt í Detroit. Hræðsla greip um sig í borginni í kjölfar þess að lögreglan sagðist telja að raðmorðingi væri á ferð í borginni. Áhugi fjölmiðla á málinu setti pressu á lögregluna sem leitaði í tómum húsum að líkum.

Fimm dögum eftir að síðasta líkið fannst, handtók lögreglan DeAngelo Martin 28 ára. Hann var síðan ákærður fyrir fjögur morð og tvær nauðganir.

Stærðu sig af góðum vinnubrögðum

Á fréttamannafundum hrósaði lögreglan sér í hástert fyrir „linnulausa og góða vinnu“ sem hafi leitt til þess að morðinginn náðist svo fljótt.

En síðan kom í ljós að lögreglan hafði ekki efni á að hrósa sér fyrir vinnubrögðin, rannsóknin hvar hvorki „linnulaus né góð“, þvert á móti.

AP segir að lögreglan hafi í 15 ár látið hjá líða að fylgja eftir ábendingum og vísbendingum sem hefðu getað komið í veg fyrir einhver af morðunum. Jim Trainum, rannsóknarlögreglumaður á eftirlaunum, sagði í samtali við AP að þetta sé mjög athyglisvert.

„Það eina sem lögreglan þurfti að gera var smáræði. Smáræði hér og þar og þá hefði hún stöðvað þetta og þessar konur væru á lífi. Bara eitt lítið atriði,“ sagði hann.

DNA-sýnin

Í umfjöllun AP er málið rakið aftur til 2004. Þá var Sylvia Sampson, 41 árs, ógnað með skammbyssu, neydd inn í bíl, ekið á brott með hana og henni nauðgað. Eftir nauðgunina sparkaði Martin í andlit hennar og stal 10 dollurum af henni. Hún var flutt á neyðarmóttöku fórnarlamba kynferðisbrota til rannsókna og umönnunar. Þar voru tekin DNA-sýni.

En þau hræðilegu mistök voru gerð að DNA-sýnin voru bara sett í geymslu næstu fimm árin. En ekki nóg með það, það sama var gert við 11.000 önnur DNA-sýni. Það var ekki fyrr en 2009 sem hafist var handa við að reyna að koma skipulagi á sýnin og gera eitthvað við þau.

Fjallað var um málið í heimildarmyndinni „I am evidence“ 2017. Þar kom fram að meðal þessara 11.000 sýna voru 841 sem tengdust raðafbrotum. Það uppgötvaðist mörgum árum of seint en leiddi til 239 dóma.

Martin var ítrekað handtekinn næstu árin fyrir minniháttar afbrot en var aldrei tengdur við morðin og nauðganirnar.

Eftir að hann var handtekinn fyrir bílþjófnað 2009 var DNA-sýni tekið úr honum og vistað í landsgrunni slíkra sýna. 2016 og 2017 var DNA úr Martin tengt við tvö hrottaleg nauðgunarmál en lögreglan fylgdi þessum niðurstöðum ekki eftir.

Þegar DNA úr Martin var tengt við morðmál 2018 gerði lögreglan ekkert. Hún yfirheyrði hann ekki fyrr en mörgum vikum síðar og fór ekki fram á dómsúrskurð til að geta tekið DNA-sýni úr honum til að staðfesta tenginguna. Það hefði getað leyst málið.

Frá því að þetta gerðist og þar til hann var loks handtekinn myrti hann þrjár konur og nauðgaði þeirri fjórðu.

Frá því að málið kom upp 2018 hafði lögreglan ítrekað afskipti af honum mánuðina á eftir. Hann var kærður fyrir umferðarlagabrot, kærður fyrir að lemja unnustu sína og handtekinn fyrir að nota fölsuð skilríki.

„Kerfishrun“

Lögreglan rannsakaði sjálf málið og sá innra eftirlit hennar um þá rannsókn. Úr varð 247 síðna löng skýrsla þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að kynferðisbrotadeildin hefði lent í „kerfishruni“.

Lögreglumenn í deildinni vissu ekki hvernig átti að skilgreina raðnauðgara og að þeir voru hikandi við að setja sig í samband við fórnarlömb til að fá þau til að veita upplýsingar.

Margir lögreglumenn höfðu gerst sekir um vanrækslu en aðeins tveir svo alvarlega að þeim var vikið tímabundið frá störfum.

Michael McGinnis, lögreglustjóri, sagði í samtali við AP að þegar horft væri í baksýnisspegilinn væri ljóst að lögreglan hefði átt að ganga harðar til verks 2018.

Martin var dæmdur í 45 til 70 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær