fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Rappari dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir morð

Pressan
Fimmtudaginn 28. september 2023 07:00

Mohamed Sylla, MHD. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski rapparinn Mohamed Sylla, betur þekktur sem MHD, var á laugardaginn dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir morð í París 2018. Morðið tengdist átökum glæpagengja.

Sylla var ákærður ásamt átta öðrum. Fimm þeirra voru sakfelldir og dæmdir í 10 til 18 ára fangelsi. Þrír voru sýknaðir.

AFP segir að Sylla hafi haldið fram sakleysi sínu þegar hann flutti lokaávarp sitt áður en kviðdómendur drógu sig í hlé til að komast að niðurstöðu.

„Allt frá upphafi hef ég haldið fast í sakleysi mitt og ég mun halda því áfram,“ sagði Sylla við viðstadda í þéttsetnum dómsalnum í París.

Saksóknarinn krafðist 18 ára fangelsis yfir Sylla. Allir hinir ákærðu héldu fram sakleysi sínu. Ekki liggur fyrir hvort einhver þeirra eða ákæruvaldið muni áfrýja dómnum.

Morðið var framið í tíunda hverfinu í París 2018 og var tekið upp á myndband af manneskju sem stóð við gluggann heima hjá sér. Mercedez bifreið var ekið á fórnarlambið og síðan umkringdu 12 manns fórnarlambið og börðu og stungu með hníf. Fljótlega kom í ljós að Mercedez bifreiðin var í eigu Sylla.

Vitni báru auk þess kennsl á hann vegna aflitaðs hárs hans og Puma-bols sem hann var í. Hann var með auglýsingasamning við Puma á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa