Sky News skýrir frá þessu og segir að þriggja ára barn og tveir fullorðnir hafi verið skotnir til bana. Þriðji fullorðni einstaklingurinn særðist að sögn talsmanns lögreglunnar. Allir hinir fullorðnu voru rétt rúmlega tvítugir.
Tveir karlmenn flúðu af vettvangi í bíl að sögn vitna.