fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hrópa „ostur“

Pressan
Föstudaginn 15. september 2023 07:00

Ostur er greinilega eftirsóttur hjá þjófum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

47 ára karlmaður var nýlega dæmdur í 60 daga fangelsi af undirrétti í Kaupmannahöfn fyrir að hafa hrópað „ostur“ nokkrum sinnum. Þetta gerði hann þegar lögreglan réðst til atlögu við fíkniefnasala í Pusher Street í fríríkinu Kristjaníu fyrir um tveimur árum.

Fyrir dómi kom fram að það að kalla „ostur“ hafi verið viðvörun til fíkniefnasalanna um að lögreglan væri að koma og því ættu þeir að flýja.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 12. nóvember 2021, um klukkan 09.22, verið á verði við Pusher Street og með hegðun sinni verið samsekur í vörslu og sölu á 584 grömmum af hassi og 22 grömmum af marijúana.

Í ákærunni kom fram að þegar maðurinn hrópaði „ostur“ hafi sölumenn náð að stinga af með kannabisefni sem þeir buðu til sölu í götunni.

Fyrir dómi neitaði maðurinn að hafa hrópað nokkur þennan dag en því trúði dómurinn ekki.

Maðurinn hefur búið í Kristjaníu árum saman og hefur áður hlotið dóma fyrir aðild að skipulagðri fíkniefnasölu í Pusher Street.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa