fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Sýndu mexíkönskum þingmönnum lík geimvera í gær – Myndband

Pressan
Fimmtudaginn 14. september 2023 07:00

Þetta er sagt vera lík geimveru. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru mexíkönskum þingmönnum sýndar tvær litlar verur, sem voru í glerkistum, sem eru sagðar vera geimverur. Þær eru sagðar vera rúmlega 1.000 ára gamlar og eru með þrjá fingur á hvorri hönd. Málið hefur vakið mikla athygli víða um heim.

„Hvort þetta eru geimverur eður ei, það vitum við ekki, en þetta voru vitsmunaverur sem bjuggu við hlið okkar. Þetta ætti að verða til þess að sagan verði endurrituð,“ sagði Jaime Maussan, blaðamaður og sérfræðingur í óþekktum fljúgandi furðuhlutum, að sögn Fox News þegar hann bar eiðsvarinn vitni fyrir þinginu í gær.

Maussan sagði að hópur mexíkóskra vísindamanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að DNA úr þessum verum væri að tæplega einum þriðja hluta „óþekkt“ DNA.

Röntgenmyndir af verunum voru einnig sýndar í gær. The Independent segir að sérfræðingar, sem voru eiðsvarnir, hafi sagt að í annarri verunni væru egg en í báðum væri osmíum, sem er glansandi, bláleitt og mjög þungt frumefni, sem hefði verið sett í þær.

Ryan Graves, fyrrum orustuflugmaður hjá bandaríska hernum, var á fréttamannafundinum í gær en hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í júní um óþekkta fljúgandi furðuhluti en slík mál hafa verið töluvert til umræðu í Bandaríkjunum síðustu misseri. Þá sögðu Graves og fleiri flugmenn frá upplifun sinni af óþekktum fljúgandi furðuhlutum.

Í tengslum við fundinn í gær var bent á að Jaime Maussan hefur áður haldið því fram að hann væri með lík af geimverum en það reyndust vera fimm uppþornuð barnslík.

CBS News segir að tilgangurinn með fundinum í gær hafi verið að fá þingið til að taka afstöðu til hvort Mexíkó eigi að verða fyrsta landið í heiminum til að viðurkenna að geimverur hafi verið og séu hugsanlega hér á jörðinni.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur boðað til fréttamannafundar síðdegis í dag þar sem rætt verður um niðurstöður rannsóknar hennar málum tengdum óþekktum fljúgandi furðuhlutum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?