fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Þrír unglingar handteknir fyrir að „stela verðlaunaálft og borða hana“

Pressan
Föstudaginn 9. júní 2023 04:20

Mynd/RSPCA Cymru

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír unglingar voru nýlega handteknir í þorpinu Manlius, sem er í New York ríki í Bandaríkjunum, grunaðir um að hafa stolið verðlaunaálft og að hafa drepið hana og borðað.

Álftin, sem hét Faye, var vel þekkt í þorpinu. Hún hvarf nýlega ásamt fjórum ungum sínum að sögn Sky News. Fjölskyldan hélt til á tjörn í Manlius.

Lögreglan hóf rannsókn á hvarfi fuglanna eftir að henni barst tilkynning um það. Henni barst síðan ábending um að tveir álftarungar væru í verslun í bænum Salina.

Unglingur, sem starfaði í versluninni, játaði að hafa tekið þátt í því að stela álftunum ásamt tveimur öðrum unglingum.

Hinir tveir ungarnir fundust á heimili í Syracuse að sögn lögreglunnar. En Faye fannst ekki því unglingarnir höfðu drepið hana, eldað og borðað.

Manny, maki Faye, hefur verið við tjörnina frá því að Faye og ungarnir voru teknir.

Unglingarnir eiga ákæru yfir höfði sér fyrir að hafa stolið álftunum, drepið Faye og farið illa með fuglana.

Talsmaður lögreglunnar sagði að hugsað verði um ungana og þeim síðan sleppt við tjörnina eftir nokkrar vikur þegar þeir hafa náð þeim aldri að geta bjargað sér sjálfir.

Faye og Manny höfðu haldið sig á tjörninni í Manlius í rúman áratug og komið ungum á legg á hverju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?