fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Læknar fundu ótrúlegan hlut í 34 ára karlmanni

Pressan
Fimmtudaginn 8. júní 2023 04:14

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður einn leitaði til lækna vegna mikilla verkja sem sóttu á hann auk magakrampa og uppkasta. Þess utan hafði hann átt í erfiðleikum með að kasta af sér vatni og hafa hægðir síðustu 24 klukkustundirnar. Rannsókn lækna leiddi í ljós að það var góð ástæða fyrir þessum verkjum.

Þeir sendu manninn, sem er 34 ára, í myndatöku og líklega hafa margir læknanna orðið hissa þegar þeir sáu myndirnar.

Hann hafði innbyrt banana sem hann hafði sett í smokk.

New York Post skýrir frá þessu og vitnar í tímaritið Cureus.

Fram kemur að maðurinn glími við þunglyndi og að hann hafi sett banana í smokk og síðan innbyrt hann í reiðikasti.

Þetta er fyrsta tilfellið af þessu tagi sem vitað er um í heiminum.

Ekki kemur fram hvar í heiminum þetta átti sér stað.

Læknum tókst að ná banananum út um endaþarm mannsins með því að gera aðgerð á honum. Hann þurfti síðan að dvelja á sjúkrahúsi í þrjá daga eftir aðgerðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól