fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Engin miskunn – 18 milljónir í sekt fyrir of hraðan akstur

Pressan
Miðvikudaginn 7. júní 2023 08:00

Skildi hann hafa ekið Lamborghini? Mynd:Sterling Backus/Twitter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eins gott að virða umferðarreglurnar í Finnlandi ef maður vill ekki þurfa að punga út háum fjárhæðum í sektargreiðslur.

Þetta veit Andreas Wiklöf, sænskur milljarðamæringur, af fenginni reynslu. Á laugardaginn var hann kærður fyrir of hraðan akstur á Álandseyjum. Álandseyjar eru á milli Svíþjóðar og Finnlands, njóta ákveðinnar sjálfsstjórnar en tilheyra Finnlandi.

Expressen segir að Wiklöf hafi ekið eftir vegi þar sem leyfður hámarkshraði er venjulega 70 km/klst. En leyfður hámarkshraði hafði verið lækkaður niður í 50 km/klst.

„Ég var rétt byrjaður að draga úr hraðanum en það gerðist víst ekki nægilega hratt,“ sagði Wiklöf í samtali við staðarmiðilinn Nya Åland.

Þessi 76 ára milljarðamæringur var sektaður fyrir að stofna umferðaröryggi í hættu og sviptur ökuréttindum í 10 daga. Hann þarf einnig að greiða sekt upp á 121.000 evrur en það svarar til um 18,3 milljóna íslenskra króna.

Ástæðan fyrir þessari háu sekt er að í Finnland ræðst sektarupphæðin af skattlögðum tekjum fólks.

Wiklöft ætti að ráða við að greiða sektina en hann er ríkasti maður Álandseyja. Hann hefur meðal annars efnast á að selja tollfrjálsan varning og reka banka.

Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna umferðarlagabrota. Til dæmis greiddi hann 14 milljónir í sekt árið 2013 fyrir að aka 27 km yfir leyfðum hámarkshraða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa