fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Drápsbýflugur stungu mann 250 sinnum en hann lifði af

Pressan
Þriðjudaginn 6. júní 2023 06:45

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þykir með ólíkindum að John Fischer, sextugur Arizonabúi, hafi sloppið lifandi frá árás um 1.000 drápsbýflugna sem stungu hann um 250 sinnum.

Arizona´s Family segir að Fischer hafi verið úti við í heimabæ sínum Florence og hafi hundurinn hans, Pippin, verið með honum þegar býflugnasveimur réðst á þá.

Pippin tókst að flýja en Fischer, sem notast við hjólastól, var ekki svo heppinn því hjólastólinn hans valt og var þá auðvelt fyrir flugurnar að ná honum og ráðast á hann.

Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem honum var gefið morfín og broddar flugnanna voru fjarlægðir úr líkama hans. Hann sagði að hjúkrunarfólk hafi fundið rúmlega 250 brodda í líkama hans.

Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu og er nú að jafna sig á stungunum en hann var stunginn í handleggi, augu, munn, eyru, fótleggi og bakið.

Pippin slapp með um 50 stungur og er einnig að jafna sig.

Talið er að drápsbýflugur hafi ráðist á þá og þykir því ótrúlegt að þeir hafi lifað árásina af.

Drápsbýflugur voru ræktaðar af brasilískum vísindamönnum þegar þeir gerðu tilraun með að blanda evrópskum hunangsbýflugum við afrískar hunangsbýflugur. Þessi blendingstegund færði sig síðan norður á bóginn eftir Ameríku og náði til Bandaríkjanna á endanum.

Með tímanum fékk hún viðurnefnið „drápsbýflugur“ vegna árásargirni hennar og mikillar tilhneigingar til að mynda stóra hópa áður en ráðist er á fólk eða dýr. Eitur tegundarinnar er ekki öflugra en eitur evrópskra hunangsflugna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa