fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Amazon þarf að greiða 600 milljónir vegna njósna starfsmanna – Upptökur úr svefnherbergjum

Pressan
Mánudaginn 5. júní 2023 22:00

Amazon breytir reglunum um heimavinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur gert sátt í máli er varðar rétt viðskiptavina fyrirtækisins til einkalífs.

CNN segir að bandarísku neytendaverndarsamtökin FTC hafi rekið málið gegn Amazon. Var fyrirtækið sakað um að hafa ekki farið nægilega vel með upplýsingar um viðskiptavini sína í tengslum við öryggiskerfið Ring.

Starfsmenn Amazon eru sagðir hafa skoðað mörg þúsund myndbönd, sem voru tekin upp með öryggismyndavélum Amazon, úr svefnherbergjum og baðherbergjum kvenna.

Ring er í eigu Amazon og selur dyrabjöllur með innbyggðum myndavélum og eftirlitsmyndavélar til notkunar innanhúss. Eru starfsmenn sagðir hafa skoðað upptökur úr þessum eftirlitsmyndavélum án samþykkis viðskiptavinanna.

Í einu tilfelli skoðaði starfsmaður Amazon, karlmaður, mörg þúsund upptökur frá heimilum að minnsta kosti 81 konu frá því júní 2017 fram í ágúst sama ár. Eftirlitsmyndavélar voru í svefnherbergjum þeirra og baðherbergjum.

Upp komst um þetta áhorf þegar yfirmaður tók eftir því að starfsmaðurinn horfði bara á „fallegar konur“. Starfsmaðurinn var rekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa