fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ný rannsókn bendir á óvenjulega aðferð til að léttast

Pressan
Sunnudaginn 4. júní 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það að sýna fólki, sem er svangt, myndir af mat nokkrum sinnum getur róað hungurtilfinninguna.

TV2 skýrir frá þessu og hefur eftir Tjark Andersen, sem varði nýlega doktorsritgerð sína við Árósaháskóla, að í rannsókninni hafi verið sýnt fram á að þegar þátttakendum var sýnd sama myndin af mat 30 sinnum hafi þeim fundist þeir saddari en áður en þeir sáu myndina.

Það hljómar eflaust undarlega að þátttakendunum hafi fundist þeir saddir án þess að borða nokkuð. Andersen sagði að skýringin á þessu sé mjög eðlileg. Það hvernig við hugsum um mat skipti miklu máli varðandi matarlystina.

„Matarlyst þín tengist huganum meira en flestir halda. Ef maður hugsar um mat, fær maður líkamleg viðbrögð við hugsun. Þess vegna getur manni fundist maður saddur án þess að borða nokkuð,“ sagði hann.

Andersen og samstarfsfólk hans voru ekki fyrst til að uppgötva að myndir geti veitt mettunartilfinningu, Aðrir vísindamenn hafa einnig komist að sömu niðurstöðu í rannsóknum sínum.

1.000 manns tóku þátt í rannsókninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa