fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Óhugnanleg ráðgáta í Oregon – Sex konur fundist látnar á sama svæðinu á stuttu tímabili

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 20:45

Skjáskot frá The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanleg og sérkennileg ráðgáta heldur nú vöku fyrir rannsóknarlögreglumönnum í Oregon í Bandaríkjunum. Þar hafa á stuttu tímabili fundust lík sex ungra kvenna í skóglendi nálægt borginni Portland.

Ekkert hefur komið fram sem tengir konurnar saman, annað en það að þær eru allar ungar, allar með tengsl við Oregon og lík þeirra allra hafa fundist nokkurn veginn á sama svæðinu.

Líkin hafa fundist á tímabilinu 19. febrúar til 7. maí. Sú fyrsta var Kristin Smith, 22 ára gömul, en hennar hafði verið saknað síðan 22. desember. Lík hennar fannst í skóglendi í Pleasant Valley þann 19. febrúar. Enn hefur ekki verið kveðið upp úr um dánarorsök hennar.

Næsta lík fannst þann 8. apríl, inni í hlöðu í Clark-sýslu. Konan hét JoAnna Speaks og var 32 ára gömul. Hlaðan var á yfirgefinni landareign í um 30 km fjarlægð frá Portland. Álitið er að konunni hafi verið ráðinn bani en hún hlaut þung högg á höfuð og háls.

Þann 22. apríl fannst líkið af Charity Lynn Perry, 24 ára gamalli, í holræsi í Multnomah-sýslu. Dauðdagi hennar er álitinn vera grunsamlegur.

Þann sama dag fannst lík af annarri konu sem ekki hafa verið borin kennsl á. Fannst lík hennar í 5 km fjarlægð frá líkinu af Kristin Smith, konunar sem fannst þann 19. febrúar. Konan er talin af ættum frumbyggja, á aldrinum 25 til 40 ára. Hún er svarthærð, smágerð,með tvö áberandi húðflúr og með tvö ör á vinstri kálfa.

Sú fimmta í röðinni heitir Brigdet Leann Ramsey Webster, 31 árs gömul. Hún fannst þann 30. apríl við Harmony Road í Polk-sýslu. Dauðdagi hennar þykir grunsamlegur.

Sjötta líkið fannst 7. maí. Það er af Ashley Real, sem var 22 ára gömul. Ashley hvarf þann 27. mars og sást síðast til hennar þar sem hún gekk í burtu frá skyndibitastað í Portland. Fiskveiðimaður fann líkið af Ashley í þéttum skógi í Eagle Creek. Dauðdagi hennar er talinn var grunsamlegur.

Flestum spurningum er enn ósvarað í rannsókninni. Enginn veit hver eða hverjir myrtu konurnar eða með hvaða hætti lát þeirra tengjast.

Heimild: The Sun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa