fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Unglingur grunaður um að hafa myrt fjölskyldu sína – Segir þau hafa verið mannætur

Pressan
Föstudaginn 2. júní 2023 22:00

Fórnarlömbin. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cesar Olalde, 18 ára, er grunaður um að hafa myrt foreldra sína og bróður og systur á heimili þeirra í Texas. Hann taldi þau vera mannætur sem hafi haft í hyggju að borða hann.

People segir að hann hafi skotið foreldra sína Reuben Olalde og Aida Garcia og systur sína Lisbet Olalde og bróður sinn, Oliver Olalde.

Olalde var handtekinn 23. maí eftir umsátur lögreglunnar í Nash, sem er lítill bær við ríkjamörkin að Arkansas. Lögreglan segir að umsátrið hafi hafist þegar henni barst tilkynning um að mann sem hefði unnið fjölskyldu sinni mein og hefði í hótunum um að taka eigið líf.

Þegar lögreglan kom á vettvang var Olalde inni í húsinu og var lögreglunni sagt að nokkur lík væru einnig inni í því.

NBC News segir að Olalde hafi hringt í lögregluna og sagt að hann hafi tekið í gikkinn og skotið fjölskyldu sína.

Hann gafst upp eftir samningaviðræður við lögregluna. Þegar lögreglumenn fóru inn í húsið fundu þeir fjögur lík. Sagði talsmaður lögreglunnar að svo virðist sem fólkið hafi verið skotið á mismunandi stöðum í húsinu. Fjöldi skothylkja fannst á gólfinu og blóðslettur voru víða um húsið.

Það var vinnufélagi Lisbet uppgötvaði hvað hafði gerst á heimilinu. Hann fór heim til hennar til að kanan með hana því hún skilaði sér ekki til vinnu. Hann komst inn í húsið og mætti þá Olalde sem beindi skammbyssu að honum og sagðist hafa skotið fjölskyldu sína því þau væru mannætur sem hafi ætlað að borða hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“