fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II

Pressan
Föstudaginn 2. júní 2023 04:30

Elísabet II.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II, sem var drottning Breta í 70 ár, var ekki vinsæl hjá öllum. Raunar var til fólk sem vildi hana feiga.

Þegar Elísabet fór í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna 1983 hafði alríkislögreglan FBI áhyggjur af lífi hennar og öryggi.

Þetta kemur fram í skýrslu sem var birt nýlega. Í henni kemur fram að Írski lýðveldisherinn, IRA, hafi haft í hótunum um að myrða drottninguna. BBC skýrir frá þessu.

FBI kom að öryggisgæslu í kringum drottninguna á meðan á heimsókn hennar stóð og komst þá að fyrirætlunum IRA um að myrða hana.

Það var lögreglumaður frá San Fransisco sem gerði FBI viðvart um þessa ógn. Hann sótti oft írskan bar í borginni og þar heyrði hann ávinning af morðáætluninni. Að sögn var um mann að ræða sem vildi ná fram hefndum í kjölfar þess að dóttir hans var drepin á Norður-Írlandi.

„Hann vildi reyna að skaða drottninguna og ætlaði að gera það með því að kasta hlut niður af Golden Gate Bridge þegar konunglega snekkjan Britannia sigldi þar undir eða með því að reyna að drepa Elísabetu drottningu þegar hún heimsótti Yosemite þjóðgarðinn,“ segir í skýrslu FBI að sögn BBC.

Ekkert kemur fram í skýrslunni um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins eða hvað var gert til að vernda drottninguna fyrir þessari hugsanlegu ógn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf