fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Leystu morðmál frá 1975 með nýrri DNA-tækni

Pressan
Fimmtudaginn 1. júní 2023 21:00

Sharron Prior. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag einn árið 1975 ætlaði Sharron Prior, 16 ára, að hitta vini sína á pitsastað nærri heimili sínu í Montreal í Kanada. Þremur dögum síðar fannst lík hennar í skóglendi í Longueuil. Lögreglan rannsakaði málið árum saman og féll grunur á rúmlega 100 manns. En rannsóknin skilaði engum árangri fyrr en í síðustu viku.

Lögreglan tilkynnti þá að hún sé 100% viss í sinni sök um að Franklin Maywood Romine hafi myrt Sharron. Hann bjó í Montreal á þeim tíma þegar Sharron var myrt og átti langan sakarferil að baki, þar á meðal nauðgunardóm árið 1974. Lýsingin á morðingjanum passaði við Romine og hjólför, sem fundust nærri líki Sharron, pössuðu við bílinn sem Romine átti á þessum tíma.

DNA fannst á vettvanginum 1975 en það var ekki nægilega gott til að hægt væri að gera rannsókn á því eða nota fyrir dómi. Það var samt sem áður geymt í þeirri von að tækninni myndi fleygja svo mikið fram að hægt yrði að nota það dag einn til að bera kennsl á morðingja Sharron.

Sýnin voru send til rannsóknarstofu í Vestur Virginíu fyrir fjórum árum til rannsóknar. Þau reyndust passa við erfðaefni úr ættingjum Romine. Hann lést 1982 við dularfullar kringumstæður. DNA úr bræðrum hans líktust mjög sýnunum sem fundust nærri líki Sharron.

Lík Romine var grafið upp nýlega úr kirkjugarði í Vestur Virginíu og DNA-sýni tekið úr því. Það reyndist passa við sýnin sem fundust 1975.

Yvonne Prior, móðir Sharron, er á lífi. Hún hefur í öll þessi ár reynt að halda málinu opnu í þeirri von að morðinginn myndi finnast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa