fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Pressan

Ofursólarblossar gætu hafa kveikt lífið á jörðinni

Pressan
Sunnudaginn 28. maí 2023 07:30

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega voru það gríðarlegir sólstormar og sólblossar frá ungri sólinni sem færðu jörðinni þau efni sem þurfti til að líf gæti myndast.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Live Science. Fram kemur að með því að skjóta ögnum, sem eru í sólvindi, á blöndu gastegunda, sem eru í andrúmslofti jarðarinnar, hafi vísindamönnum tekist að mynda töluvert magn amínósýra og korboxylsýru en þetta eru nauðsynlegir hornsteinar prótína og alls lífræns efnis.

Rannsóknin var birt í vísindaritinu Life í apríl. Vísindamennirnir notuðu öreindahraðal til að komast að því að geislar frá ofurblossum sólarinnar gætu hafa fært jörðinni þau efni sem þurfti til að líf gæti myndast.

Kensei Kobayashi, prófessor í efnafræði við Yokohama National háskólann í Japan og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að flestir vísindamenn forðist geimgeisla því það þurfi sérhæfðan búnað, eins og öreindahraðal, til þeirra rannsókna. Hann hafi verið svo heppinn að hafa aðgang að nokkrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tréð sem fraus í tíma – Ráðgátan hefur loksins verið leyst

Tréð sem fraus í tíma – Ráðgátan hefur loksins verið leyst
Pressan
Fyrir 2 dögum

200.000 Bandaríkjamenn gætu látist árlega af völdum hita ef hnattræn hlýnun verður 3 gráður

200.000 Bandaríkjamenn gætu látist árlega af völdum hita ef hnattræn hlýnun verður 3 gráður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í skátahreyfingunni – Skátaforingi nauðgaði tíu ára börnum

Óhugnaður í skátahreyfingunni – Skátaforingi nauðgaði tíu ára börnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 mánaða drengur lést af völdum heilaétandi amöbu

16 mánaða drengur lést af völdum heilaétandi amöbu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tesla byggir nýja verksmiðju í Mexíkó – Kostar 2.000 milljarða

Tesla byggir nýja verksmiðju í Mexíkó – Kostar 2.000 milljarða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta er sannleikurinn á bak við „pýramída“ sem fannst á Suðurskautslandinu

Þetta er sannleikurinn á bak við „pýramída“ sem fannst á Suðurskautslandinu