fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Húsið er fullkomið að utanverðu – Þegar fólk sér inn í það vill það alls ekki kaupa það

Pressan
Sunnudaginn 28. maí 2023 17:00

Það lítur nú bara ansi vel út. Mynd:Right Move

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf auðvelt að finna draumahúsið. Fólk gerir sér ákveðnar væntingar en þær geta auðvitað verið óraunhæfar, nú eða þá að það eru einfaldlega engin hús til sölu sem standa undir væntingum.

Það verður því oft að sætta sig við að fá ekki allar óskir sínar uppfylltar þegar hús er keypt.  En auðvitað eru ákveðin atriði sem fólk gefur engan afslátt af þegar kemur að húsakaupum.

Merki um það má sjá í Bretlandi þar sem hús eitt var auglýst til sölu. Það lítur mjög vel út að utan en þegar fólk sér inn í það hefur það nákvæmlega engan áhuga á að kaupa það

Húsinu er lýst sem einbýlishúsi með fjórum svefnherbergjum, alrými, bílskúr og frábærum garði.

Ekki er annað að sjá en að vel hafi verið hugsað um húsið þar sem það virðist vera í góðu standi. En eins og áður sagði þá missir fólk áhuga á því þegar það sér inn í það.

Ástæðan er að allt er fjólublátt. Veggirnir, gólfin, loftið og gardínurnar. Meira að segja baðherbergið er fjólublátt með hvítum skreytingum.

Þetta er ansi fjólublátt. Mynd:Right Move

 

Það er auðvitað hægt að mála yfir fjólubláa litinn en það gefur auga leið að það er stórt og tímafrekt verkefni og virðist fólk bara ekki leggja í það.

Hver vill ekki eiga hús með fjólubláu baðherbergi? Mynd:Right Move
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa