fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Pressan

Syrgir eiginkonuna sem lést eftir að hafa legið í dái í 31 ár

Pressan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 19:00

Miriam Visantin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum lést Miriam Visantin, 57 ára að aldri. Hún hafði legið í dái síðan á aðfangadagskvöld 1991. Þá lenti hún í hrikalegu bílslysi. Öll þessi ár var eiginmaður hennar, Angelo Farina, við hlið hennar.

Miriam lést á San Bassiano sjúkrahúsinu á Ítalíu en þar hafði hún legið síðustu tvo mánuði vegna vökvasöfnunar í lungum. Hún lést síðan af völdum hjartaáfalls.

Mirror segir að Miriam hafi lent í umferðarslysi á aðfangadagskvöld 1991 þegar hún ók Fiat Panda bifreið sinni á staur í Casoni di Mussolente.

Hún hlaut mikla heilaáverka og var í dái allt þar til hún lést. Hún naut umönnunar á tveimur hjúkrunarheimilum á þessum áratugum, eða allt þar til hún var flutt á San Bassiano sjúkrahúsið fyrir tveimur mánuðum.

Angelo heimsótti hana að minnsta kosti einu sinni á dag öll þessi ár. Þau gengu í hjónaband aðeins einu og hálfu ári áður en Miriam lenti í slysinu.

Í samtali við Fanpage sagði Angelo að hann væri ánægður fyrir hönd Miriam. Hún hafi nú loks öðlast frið og sé komin í paradís. Örlögin hafi verið grimm við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður um morð og að hafa fryst líkið – Nú eru nýjar kærur komnar fram

Grunaður um morð og að hafa fryst líkið – Nú eru nýjar kærur komnar fram
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald – Grunaður um nauðgun og að hafa myndað ofbeldisverkið

Úrskurðaður í gæsluvarðhald – Grunaður um nauðgun og að hafa myndað ofbeldisverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera tilraun með að selja Mars súkkulaði í pappírsumbúðum

Gera tilraun með að selja Mars súkkulaði í pappírsumbúðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði