fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Vilja klóna útdauðan vísund – Sérfræðingar hafa efasemdir

Pressan
Sunnudaginn 21. maí 2023 10:00

Vísundar í Wyoming. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir vísindamenn krufðu nýlega 8.000 ára gamlan vísund sem var grafinn upp úr sífreranum. Hann hafði varðveist svo vel að vísindamennirnir telja að hægt sé að klóna hann. En ekki eru allir vísindamenn sammála um þetta.

Vefir líkamans, sem voru fjarlægðir í krufningunni, eru svo vel varðveittir að rússnesku vísindamennirnir telja að hægt sé að klóna dýrið að sögn Live Science.

Um er að ræða dýr af óþekktri tegund vísunda. Það fannst síðasta sumar í Verkhoyansk í Rússlandi. Rannsókn leiddi í ljós að dýrið var 1 til 2 ára þegar það drapst. Ekki er vitað hvers kyns það var.  Talið er að dýrið hafi verið uppi fyrir 8.000 til 9.000 árum.

Sýni voru tekin af ull þess, húð, beinum, vöðvum, fitu og hornum og heili þess var fjarlægður í heilu lagi.

Vefir líkamans eru svo vel varðveittir að sumir hafa vonir um að hægt verði að endurlífga þessa útdauðu tegund.

En ekki eru allir sannfærðir um að það sé hægt. Þeirra á meðal er Love Dalén, steingervingafræðingur við Stokkhólmsháskóla, sem segir líklega sé erfðaefni dýrsins of skaddað til að hægt sé að klóna það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?