fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Dæmdir í 9 og 11 ára fangelsi fyrir að geyma vopn

Pressan
Miðvikudaginn 17. maí 2023 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn voru tveir menn dæmdir í annars vegar 9 ára fangelsi og hins vegar 11 ára fangelsi fyrir að hafa geymt vopn og fíkniefni.

Það var dómstóll í Kaupmannahöfn sem kvað dóminn upp. Ekstra Bladet segir að Fatih Kaplan hafi verið dæmdur í 11 ára fangelsi en Benjamin Khonson í 9 ára fangelsi. Þeir áfrýjuðu dómnum samstundis.

Í dómsniðurstöðu kemur fram að sannað þyki að þeir hafi verið með sex skammbyssur í vörslu sinni, gas- og merkjabyssu, hálfsjálfvirkan riffil og vélbyssu. Þetta geymdu þeir í íbúð í Ballerup.

Auk vopnanna voru þeir með tvo hljóðdeyfa og mikið magn skotfæra.

Vopnin tilheyrðu glæpagenginu LTF, sem er bannað í Danmörku, en hvorugur mannanna tengist því beint.

Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að íbúðin hefði gegnt hlutverki fíkniefnamiðstöðvar þar sem kókaíni var pakkað. Þar fundust umbúðir utan af að minnsta kosti sjö kílóum af kókaíni.

Áður höfðu þeir Raza Ali Bashir og Harmanzi Dede verið dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir þeirra hlut í vörslu vopnanna og umsýslu með mikið magn kókaíns. Þeir játuðu sök og áfrýjuðu ekki dómum sínum. Þeir voru báðir félagar í LTF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Í gær

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans