Þær fóru heim til hans, hann bjó í Bedforshire á Englandi, og táldrógu hann. Eftir að hafa stundað kynlíf með honum byrluðu þær honum lyfinu GHB, sem er þekkt sem „nauðgunarlyfið“. En lyfið hafði ekki tilætluð áhrif á Murray, sem var sex barna faðir, og fengu Dhillon og Awe þá Ikem Affia, 31 árs, og Cleon Brown, 29 ára, til að koma á vettvang til að ræna Murray og drepa hann.
Murray fannst í íbúð sinni 27. febrúar á síðasta ári og var hann með fjölda stungusára. Ekkert var hægt að gera honum til bjargar.
Metro segir að lögreglunni hafi tekist að bera kennsl á Affia vegna þess að hann var klæddur í dýra Moncler kápu. Á upptökum úr eftirlitsmyndavél skyndibitastaðar, frá því tveimur dögum fyrir morðið, sást hann í kápunni. Aðeins 69 slíkar kápur höfðu verið seldar í Bretlandi og því tókst lögreglunni að rekja hana til Affia.
Á upptöku eftirlitsmyndavélar, í húsinu sem Murray bjó í, sáust fjórmenningarnir ganga út og var Affia með stóran hníf.
Lögreglunni tókst einnig að staðsetja Mecedes bifreið, sem fjórmenningarnir höfðu leigt, við húsið á þeim tíma þegar morðið var framið og við heimili Affia.
Fyrir dómi kom fram að Rolex úrin voru verðlausar eftirlíkingar og að engin verðmæti voru í íbúð Murray.
Affia var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi og þarf að afplána minnst 25 ár af þeim dómi. Hann var einnig dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir samsæri um að ræna Murray.
Brown var dæmdur í 11 ára fangelsi.
Dhillon var dæmd í 10 ára fangelsi.
Tamidayo var dæmd í 7 ára fangelsi.