fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Pressan

Birti myndir af Rolex úrunum sínum á Instagram – Var táldreginn og myrtur í kjölfarið

Pressan
Mánudaginn 6. mars 2023 22:00

Rolexúr. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Surpreet Dhillon, 36 ára, og Temidayo Awe, 21 árs, sáu myndir sem Saul Murray, 33 ára, birti á Instagram af tveimur Rolex úrum sínum. Ákváðu þær í framhaldi að ræna hann.

Þær fóru heim til hans, hann bjó í Bedforshire á Englandi, og táldrógu hann. Eftir að hafa stundað kynlíf með honum byrluðu þær honum lyfinu GHB, sem er þekkt sem „nauðgunarlyfið“. En lyfið hafði ekki tilætluð áhrif á Murray, sem var sex barna faðir, og fengu Dhillon og Awe þá Ikem Affia, 31 árs, og Cleon Brown, 29 ára, til að koma á vettvang til að ræna Murray og drepa hann.

Murray fannst í íbúð sinni 27. febrúar á síðasta ári og var hann með fjölda stungusára. Ekkert var hægt að gera honum til bjargar.

Metro segir að lögreglunni hafi tekist að bera kennsl á Affia vegna þess að hann var klæddur í dýra Moncler kápu. Á upptökum úr eftirlitsmyndavél skyndibitastaðar, frá því tveimur dögum fyrir morðið, sást hann í kápunni. Aðeins 69 slíkar kápur höfðu verið seldar í Bretlandi og því tókst lögreglunni að rekja hana til Affia.

Á upptöku eftirlitsmyndavélar, í húsinu sem Murray bjó í, sáust fjórmenningarnir ganga út og var Affia með stóran hníf.

Lögreglunni tókst einnig að staðsetja Mecedes bifreið, sem fjórmenningarnir höfðu leigt, við húsið á þeim tíma þegar morðið var framið og við heimili Affia.

Fyrir dómi kom fram að Rolex úrin voru verðlausar eftirlíkingar og að engin verðmæti voru í íbúð Murray.

Affia var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi og þarf að afplána minnst 25 ár af þeim dómi. Hann var einnig dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir samsæri um að ræna Murray.

Brown var dæmdur í 11 ára fangelsi.

Dhillon var dæmd í 10 ára fangelsi.

Tamidayo var dæmd í 7 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil aukning á tilfellum ristilkrabbameins hjá ungu fólki

Mikil aukning á tilfellum ristilkrabbameins hjá ungu fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu mæla læknar með í stað 10.000 skrefa á dag

Þessu mæla læknar með í stað 10.000 skrefa á dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hellti sér yfir forseta Suður-Afríku en sagði hann satt? – Meint sönnunargögn standast ekki skoðun

Trump hellti sér yfir forseta Suður-Afríku en sagði hann satt? – Meint sönnunargögn standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin eftirlitslaus meðan mæðurnar drukku á nálægum bar – Búkmyndavél lögreglu sýnir lygi mæðranna

Börnin eftirlitslaus meðan mæðurnar drukku á nálægum bar – Búkmyndavél lögreglu sýnir lygi mæðranna