fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Verðmæti Twitter hefur helmingast síðan Elon Musk keypti miðilinn

Pressan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 08:00

Elon Musk ræður ríkjum hjá Twitter. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðsverðmæti samfélagsmiðilsins Twitter er nú helmingi lægra en þegar Elon Musk keypti hann. Þetta kemur fram í nýju verðmati Musk.

Þegar hann keypti miðilinn fyrir 44 milljarða dollara í nóvember átti hann líklega ekki von á að markaðsverðmæti hans myndi lækka um helming á aðeins fimm mánuðum. En eftir því sem The Information segir þá er þetta raunin miðað við nýtt verðmat Musk sjálfs.

Miðillinn segir að í tölvupósti til starfsmanna Twitter hafi Musk boðið þeim að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu á verði sem þýði að heildarverðmæti þess sé um 20 milljarðar dollara.

Þetta verðmat má væntanlega rekja til þeirra ringulreiðar sem hefur ríkt hjá Twitter í kjölfar kaupa Musk á fyrirtækinu. Óvissa, umdeildar ákvarðanir og fjárhagsvandamál hafa sett mark sitt á síðustu mánuði,

Musk hefur rekið fjölda starfsmanna og margir þeirra bíða enn eftir að fá laun greidd. Fyrirtækið hefur einnig verið sakað um að greiða ekki húsaleigu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Í gær

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði