fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Pressan

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann

Pressan
Mánudaginn 27. mars 2023 07:00

Sumartími er genginn í garð á meginlandinu og Bretlandseyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags gekk sumartími í garð í flestum Evrópuríkjum. Það þýðir að klukkunni var flýtt um einn tíma og eru mörg Evrópuríki nú tveimur klukkustundum á undan okkur hér á Íslandi. En Danir gerðu gott  betur en að stilla klukkuna á sumartíma um helgina.

Samkvæmt lögum, sem danska þingið samþykkti 14. mars, þá var samhliða tímabreytingunni aðfaranótt sunnudags, sem átti sér stað klukkan 02, tekinn upp samræmdur alheimstími, UTC.

Flest ríki notast við UTC og raunar hafa Danir fylgt honum árum saman en þó ekki formlega. Með nýju lögunum féllu lög frá 1893 úr gildi en þau kváðu um tímamælingar í Danmörku.

Fjármálaheimurinn fagnar því að Danir hafi nú tekið upp UTV því nákvæmar tímasetningar skipta miklu máli þegar viðskipti eru stunduð með hlutabréf og annað álíka. Þá skipta millisekúndur máli og UTC er einmitt notað til þess.

Margir spyrja sig eflaust hvaða máli það skiptir að taka UTC formlega upp, klukkan hljóti nú að hafa verið rétt fram að þessu. En samkvæmt grein sem var birt í Ingeniøren fyrir fimm árum þá voru Danir 0,07 sekúndum á undan UTC. Nú er því búið að leiðrétta þetta og Danir eru komnir til nútímans úr framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar
Pressan
Fyrir 1 viku

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt
Pressan
Fyrir 1 viku

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum