fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Vara við aðgerðum rússnesks tölvuþrjótahóps – Er að gera tilraunir

Pressan
Miðvikudaginn 22. mars 2023 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski tölvuþrjótahópurinn Sandworm er að sögn að gera tilraunir þessa dagana með nýja eiginleika í gíslatökuforritum. Markmið er sagt vera að kanna hvort þau geti gagnast við „eyðileggjandi árásir“ á samtök sem gegna lykilhlutverki í birgðaflutningum til Úkraínu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Microsoft að sögn Reuters.

Í skýrslunni kemur fram að rússnesku tölvuþrjótarnir séu að undirbúa tölvuárásir á Úkraínu og fleiri. Þar á meðal „gíslatöku“ árásir á samtök sem gegna lykilhlutverki í birgðaflutningum til Úkraínu.

Gíslatökuforrit eru tölvuveirur sem dulkóða gögn þannig að eigandi þeirra getur ekki séð þau. Tölvuþrjótar geta til dæmis brotist inn á netþjóna fyrirtækja og „læst“ upplýsingum. Eina leiðin til að fá aftur aðgang að gögnunum er að greiða lausnargjald til tölvuþrjótanna.

Árásir af þessu tagi eru oft notaðar til fjárkúgunar. En það er líka hægt að nota þær til að hylma yfir enn verri árásir, svokallaðar „wipers“, sem er ætlað að eyða gögnum á netþjónum og um leið koma í veg fyrir að hægt sé að endurskapa þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta