fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Pressan

Vara við aðgerðum rússnesks tölvuþrjótahóps – Er að gera tilraunir

Pressan
Miðvikudaginn 22. mars 2023 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski tölvuþrjótahópurinn Sandworm er að sögn að gera tilraunir þessa dagana með nýja eiginleika í gíslatökuforritum. Markmið er sagt vera að kanna hvort þau geti gagnast við „eyðileggjandi árásir“ á samtök sem gegna lykilhlutverki í birgðaflutningum til Úkraínu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Microsoft að sögn Reuters.

Í skýrslunni kemur fram að rússnesku tölvuþrjótarnir séu að undirbúa tölvuárásir á Úkraínu og fleiri. Þar á meðal „gíslatöku“ árásir á samtök sem gegna lykilhlutverki í birgðaflutningum til Úkraínu.

Gíslatökuforrit eru tölvuveirur sem dulkóða gögn þannig að eigandi þeirra getur ekki séð þau. Tölvuþrjótar geta til dæmis brotist inn á netþjóna fyrirtækja og „læst“ upplýsingum. Eina leiðin til að fá aftur aðgang að gögnunum er að greiða lausnargjald til tölvuþrjótanna.

Árásir af þessu tagi eru oft notaðar til fjárkúgunar. En það er líka hægt að nota þær til að hylma yfir enn verri árásir, svokallaðar „wipers“, sem er ætlað að eyða gögnum á netþjónum og um leið koma í veg fyrir að hægt sé að endurskapa þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir 37 ár – Nú er stóru spurningunni ósvarað

Báru kennsl á líkið eftir 37 ár – Nú er stóru spurningunni ósvarað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi