fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Pressan

Fjölskyldur hneykslaðar yfir sýknudómi yfir tveimur lögreglumönnum – 135 manns létu lífið

Pressan
Miðvikudaginn 22. mars 2023 22:00

Kanjuruhan leikvangurinn þar sem harmleikurinn átti sér stað. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesískur dómstóll sýknaði nýlega tvo háttsetta lögreglumenn sem voru ákærðir fyrir vanrækslu í tengslum við harmleik á knattspyrnuleikvangi á síðasta ári. Þá létust 135 manns.

Ættingjar hinna látnu eru reiðir og hneykslaðir á niðurstöðu dómstólsins sem dæmdi þó einn lögreglumann í 18 mánaða fangelsi. Segja ættingjar hinna látnu að dómurinn yfir honum sé allt of vægur.

Lögreglunni hefur verið kennt um harmleikinn, sem átti sér stað í október á Kanjuruhan leikvanginum í Malang. Ástæðan er að lögreglan skaut táragasi á áhorfendur sem ruddust inn á völlinn eftir ósigur liðs þeirra gegn erkifjendunum.

Meðal hinna látnu voru 40 börn.

Margir ættingjar hinna látnu grétu þegar dómari las dómsniðurstöðuna upp í síðustu viku. Lögmaður einnar fjölskyldu sagði að réttlætið hefði ekki náð fram að ganga fyrir fjölskyldurnar. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir 37 ár – Nú er stóru spurningunni ósvarað

Báru kennsl á líkið eftir 37 ár – Nú er stóru spurningunni ósvarað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi