fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Pressan

Jóakim prins fær 80 milljónir fyrir að halda sig fjarri Danmörku

Pressan
Þriðjudaginn 21. mars 2023 05:15

Jóakim prins með Marie, eiginkonu sinni, og börnunum sínum fjórum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var tilkynnt að Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Danadrottningar, flytji til Washington D.C. í sumar. Þar tekur prinsinn við embætti varnarmálafulltrúa í sendiráði Dana. Hann hefur gegnt álíka stöðu í sendiráða Dana í París síðustu árin.

En það býr kannski meira að baki þessari ákvörðun en varnarmálahagsmunir Dana.

Það að Jóakim verður nú í um 12.000 km fjarlægð frá Danmörku þýðir að hann verður enn meira á hliðarlínunni innan konungsfjölskyldunnar en nú er.

Þrátt fyrir nýja starfið þá hefur Jóakim ákveðnum skyldum að gegna innan konungsfjölskyldunnar. Hann er sjötti í röðinni að krúnunni og hann gæti þurft að gegna stöðu staðgengils þjóðhöfðingjans ef hann er fjarverandi af einhverjum orsökum.

Hann mun áfram fá árlegt framlag frá ríkinu upp á sem svarar til um 80 milljóna króna fyrir að vera prins. Til að hann geti haldið framlaginu á meðan hann dvelur í Bandaríkjunum verður þingið að gera sérstaka undanþágu á reglum varðandi greiðslur til konungsfjölskyldunnar og er það talið vera formsatriði eitt.

Sebastian Olden-Jørgensen, sagnfræðingur við Saxo-stofnun Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að hann reikni ekki með að Danir muni sjá mikið til Jóakims eftir að hann flytur til Bandaríkjanna. Nú verði honum ýtt enn lengra út á hliðarlínuna en þegar hann var sendur til Parísar.

Hann sagðist telja þessa ákvörðun mjög athyglisverða og sýni mikinn velvilja af hálfu ríkisins í garð Jóakims. Hann sagði að þegar Jóakim flutti til Frakklands hafi hugsunin væntanlega verið að þegar því starfi lyki myndi hann finna sér vinnu sjálfur. Það hafi ekki tekist og því hafi hann fengið aðstoð núna og sé komið fyrir í starfi í Washington D.C.

Hann sagði ekki annað hægt en að hugleiða hvort ákvörðunin tengist þeim erfiðleikum sem hafa verið innan konungsfjölskyldunnar að undanförnu eftir að Margrét svipti börn Jóakims prinsa- og prinsessutitlum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný kenning um kórónuveirufaraldurinn – „Ekki hægt að útiloka það“

Ný kenning um kórónuveirufaraldurinn – „Ekki hægt að útiloka það“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögunni – Bar vitni úr gröfinni og kom morðingja sínum á bak við lás og slá

Í fyrsta sinn í sögunni – Bar vitni úr gröfinni og kom morðingja sínum á bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Embættismaður lét dæla úr miðlunarlóni eftir að hann missti símann sinn í það

Embættismaður lét dæla úr miðlunarlóni eftir að hann missti símann sinn í það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lauren er með líkamsleifar raðmorðingja í bílskúrnum – „Ég var dóttir hans, eiginkona, móðir og sálufélagi“

Lauren er með líkamsleifar raðmorðingja í bílskúrnum – „Ég var dóttir hans, eiginkona, móðir og sálufélagi“