fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?

Pressan
Mánudaginn 20. mars 2023 05:19

Hryðjuverkin 11. september 2001.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugstjóri vélar frá United Airlines, sem átti að taka á loft frá JFK flugvellinum í New York, að morgni 11. september 2001, telur að flugvél hans hafi átt að vera fimmta flugvélin í áætlun hryðjuverkamanna um árásina sem var gerð á Bandaríkin þennan dag.

Tom Mannello, flugstjóri, sat í flugstjórnarklefanumum klukkan 9 að morgni og beið eftri að fá heimild til flugtaks. Þá fyrirskipuðu flugumferðarstjórar öllum flugvélum að fara aftur að landgöngunum.

Síðar komst Mannello að því að í flugvél, sem var við næsta landgang, hafi fundist hnífur. Hann telur að starfsmenn á vellinum hafi aðstoðað hryðjuverkamennina en hafi ruglast á flugvél og sett hnífinn í ranga vél. Þannig hafi verið komið í veg fyrir að vél hans væri notuð til hryðjuverks.

„Það eru miklar líkur á að einhver hafi haft í hyggju að nota vélina okkar sem gjöreyðingarvopn,“ segir hann í þættinum TMZ INVESTIGATES: 9/11: THE FIFTH PLANE, sem verður sendur út í kvöld á Fox.

Flug Mannello, United 23, er ekki nefnt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem rannsakaði hryðjuverkin, og enginn úr vélinni var handtekinn.

Bandarískir embættismenn hafa ekki viljað tjá sig um þessar vangaveltur.

Árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001 eru mannskæðustu hryðjuverkaárásirnar í sögu landsins. 2.977 manns létust í fjórum aðskildum árásum. Fjórar flugvélar hröpuðu þennan morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Í gær

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni