fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Pressan

Hún átti góðar minningar um „ástríkan“ föður sinn – Síðan komst hún að sannleikanum um hann

Pressan
Föstudaginn 17. mars 2023 22:00

Jenn með föður sínum og móður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenn Carson og móður hennar, Lynne, brá mjög þegar bankað var á útidyrnar. Þetta var árið 1982 og Lynne hafði flúið til suðurhluta Kaliforníu frá San Francisco ásamt dóttur sinni sem var þá 7 ára. Ástæðan var að hún óttaðist hvað faðir Jenn, sem var fíkniefnanotandi og andlega veikur, og álíka illa farin eiginkona hans myndu gera þeim ef þau næðu til þeirra. Mæðgurnar áttu ekki von á neinum gestum.

„Þetta var leyniþjónustan. Bókstaflega „menn í svörtu“,“ sagði Jenn, sem er nú 48 ára, í samtali við People.

Hún var send inn í herbergi á meðan móðir hennar svaraði endalausum spurningum um fyrrum eiginmann sinn, James Carson.

„Hótaði hann einhvern tímann að drepa forseta? Hvaða stjórnmálaskoðanir hefur hann?“ spurðu leyniþjónustumennirnir að sögn Jenn og bætti við að það eina sem þeir hafi sagt móður hennar hafi verið að faðir hennar og eiginkona hans væru grunuð um morð og alvarlegar hótanir.

Í ljós kom að verið var að rannsaka hvort faðir Jenn, sem hafði breytt nafni sínu í Michael Bear Carson, og eiginkona hans, Suzan, hefðu framið morð og hefðu í hyggju að myrða þáverandi forseta, Ronald Reagan.

Þau fengu síðar viðurnefnið „San Francisco Witch Killers“ af því að þau héldu því fram að fórnarlömb þeirra væru „nornir“.

Þau voru síðar fundin sek um þrjú morð.

Þau eru enn á lífi og eru í fangelsi þar sem þau afplána dóma sína sem hljóða upp á 75 ára fangelsi hið minnsta og allt að ævilangt.

Jenn sagðist eiga góðar minningar um föður sinn frá fyrstu árum sínum. Hann hafi verið ástríkur og skemmtilegur. Hafi lesið fyrir hana og greitt hár hennar.

Persónuleiki hans breyttist síðan eftir skilnað foreldra hennar en í kjölfarið kynntist hann Suzan sem var velstæð, fráskilin tveggja barna móðir. Þau gengu í hjónaband 1979.

Jenn sagði að Suzan hafi verið mjög ráðandi aðili í hjónabandi þeirra og hafi stjórnað föður hennar. Hann hafi breyst og farið að hunsa hana og bara orðið gjörbreyttur maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci
Pressan
Fyrir 2 dögum

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Söluturnar reyndust selja Viagra og morfín

Söluturnar reyndust selja Viagra og morfín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klámstjarna með 24 cm getnaðarlim útskýrir muninn á kynlífi heima og í vinnunni

Klámstjarna með 24 cm getnaðarlim útskýrir muninn á kynlífi heima og í vinnunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn þekktasti svikahrappurinn sakaður um að hafa diktað upp afrekin – Var ævintýralegi eltingarleikurinn bara uppspuni?

Einn þekktasti svikahrappurinn sakaður um að hafa diktað upp afrekin – Var ævintýralegi eltingarleikurinn bara uppspuni?