fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Segja að það geti verið „útilokað“ að finna líf á Mars með núverandi Marsbílum

Pressan
Sunnudaginn 12. mars 2023 16:30

Perseverance Marsbíllinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núverandi kynslóð Marsbíla gæti átt í erfiðleikum með að staðfesta ummerki um líf á Mars vegna þess að vísindabúnaður þeirra er ekki nægilega góður.

Þetta kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Nature nýlega að sögn Live Science. Fram kemur að vísindamenn hafi gert tilraunir á setlögum í steinum í Red Stone hluta Atacama eyðimerkurinnar í Chile en það er ein elsta og þurrasta eyðimörkin á jörðinni. Hún líkist þeim svæðum á Mars sem tveir Marsbílar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA eru að rannsaka.

Vísindamennirnir höfðu áður uppgötvað að leir á þessu svæði eyðimerkurinnar inniheldur áður óþekkta blöndu fornra og nútíma örvera. Þeir hafa nefnt þessa blöndu „dark microbiome“.

Þeir notuðu fjögur tæki sem eru á þeim Marsbílum sem nú eru við störf eða verða á þeim sem eru í smíðum. Þau reyndust ekki geta fundið ummerki um lífrænt efni í steinunum. Það var aðeins hægt að finna ummerki um líf með rannsóknum í rannsóknarstofu og jafnvel þá var það mjög erfitt því ummerkin voru varla greinanleg.

Þeir segja því að það geti verið „erfitt“ ef ekki „útilokað“ að finna ummerki um lífræn efni og örverur í steinum á Mars með núverandi tækni.

Segja vísindamennirnir að eina leiðin til að staðfesta með ótvíræðum hætti að líf sé á Mars, sé að senda sýni til jarðarinnar þar sem þau verði rannsökuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?