fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Lögreglumaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni og starfssystur

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 29. desember 2023 14:30

Wikimedia/Greg Doyle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynferðisbrotamál skekur nú lögregluna í Los Angeles. Fyrir ári var karlkyns lögreglumaður ákærður fyrir að senda kynferðisleg myndbönd og ljósmyndir af eiginkonu sinni til samstarfsmanna sinna en einnig til manna sem starfa ekki hjá lögreglunni. Eiginkonan er einnig lögreglumaður og hún hefur nú lögsótt vinnuveitamda sinn, Los Angeles borg.

Í lögsókninni sakar konan embætti lögreglunnar um kynferðislega áreitni, hefndaraðgerðir gegn sér og að hafa ekki gripið til nægilegra aðgerða til að sporna við að hún yrði fyrir slíku.

Þetta kemur fram í umfjöllun Los Angeles Times.

Eiginmaður konunnar bíður réttarhalda. Hann heitir Brady Lamas og hefur verið ákærður í sex liðum.

Hún kallar hann níðing sem hafi níðst á sér.

„Ég hefði frekar viljað að hann hefði kýlt mig í andlitið,“ skrifaði konan þegar hún sóttist eftir nálgunarbanni gegn Lamas.

Hún segist hafa í kjölfarið verið áreitt kynferðislega af öðrum lögreglumönnum og að það hafi staðið yfir allt það ár sem liðið hefur síðan málið kom fyrst upp.

Hún segir að tveir lögreglumenn hafi ekki verið fluttir til í starfi þrátt fyrir að hafa áreitt hana og að lögregluembættið hafi ekkert gert til að tryggja að lögreglumenn sem fengu myndirnar sendar myndu ekki dreifa þeim frekar.

Konan hefur starfað sem lögreglumaður í Los Angeles í 14 ár.

Hún segist fyrst hafa orðið vör við það í upphafi árs 2021 að eiginmaður hennar hafi verið að dreifa kynferðislegum myndum af henni þegar hún hafi séð á síma hans að hann hafi verið að senda slíkt myndefni til karlmanns sem hún þekkti ekki.

Hún segist þá loks hafa skilið það kynferðislega orðfæri sem samstarfsmenn hennar hafi beint til hennar. Eiginmaður hennar hafi niðurlægt hana og að hegðun hans sé í ætt við kynferðislega árás af líkamlegum toga.

Konan segir manninn hafa tekið myndir af líkama hennar þegar hún fór til læknis í kjölfar brjóstastækkunar.

Hún lagði fram kæru gegn eiginmanni sínum og tilkynnti hann til yfirstjórnar lögreglunnar og ræddi innra eftirlit embættisins í kjölfarið við hana. Hún segir að ekkert hafi hins vegar breyst og niðurlægingin haldi áfram þar sem myndefnið sé nú í höndum ókunnugra og fjölmargra samstarfsmanna hjá lögreglunni í Los Angeles.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem mál sem varðar dreifingu á nektarmyndum og öðru kynferðislegu myndefni af konum sem starfa sem lögreglumenn hjá lögreglunni í Los Angeles kemur upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi