Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu Research Notes of the American Astronomical Society.
Þessi niðurstaða þýðir að hugsanlega séu margar plánetur í Vetrarbrautinni þar sem er líf að finna, hugsanlega þróaðra líf en hér á jörðinni.
Stjörnulíffræðingar telja að til að líf geti þrifist þurfi pláneta að búa yfir ákveðnum eiginleikum. Súrefni í andrúmsloftinu, eitthvað sem verndar lífverur fyrir hættulegum geislum utan úr geimnum og fljótandi vatn.
Stórir landmassar eru ekki beinlínis skilyrði fyrir að líf geti myndast en saga jarðarinnar sýnir að landmassar eru mikilvægir til að líf geti þrifist og varað í langan tíma.
Ef heimsálfur mynduðust á fjarplánetu áður en jörðin varð til, þá er hugsanlegt að þar sé að finna gamalt líf sem er þróaðra en lífið hér á jörðinni.