fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Héldu „brúðkaup aldarinnar“ sem kostaði 8,2 milljarða – Nú á brúðguminn ævilangt fangelsi yfir höfði sér

Pressan
Fimmtudaginn 7. desember 2023 04:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn kom Jacob LaGrone, 29 ára, fyrir dómara í Tarrant sýslu í Texas. Hann er ákærður fyrir að hafa skotið á þrjá lögreglumenn í mars síðastliðnum.

The Washington Post skýrir frá þessu og segir að þetta flokkist sem fyrstu gráðu árás á opinberan starfsmann. LaGrone á allt að ævilangt fangelsi yfir höfði sér en getur sloppið með 25 ára dóm þar sem saksóknari hefur boðið honum að ef hann játar sök verði refsingin „aðeins“ 25 ára fangelsi.

People segir að þrír lögreglumenn hafi brugðist við útkalli þann 14. mars þar sem kvartað var undan manni með skotvopn. Samkvæmt ákæru þá er LaGrone sagður hafa „viljandi hótað lögreglumönnunum líkamsmeiðingum“ og hafi „notað eða sýnt banvænt vopn, skotvopn þegar hann réðst á þá“.

LaGrone og eiginkona hans, þá unnusta, Madelaine Brockway komust í fréttirnar þegar þau héldu „brúðkaup aldarinnar“ í París í Frakklandi. Það stóð yfir í fimm daga og kostaði að sögn bandarískra fjölmiðla 59 milljónir dollara en það svarar til um 8,2 milljarða íslenskra króna.

Eins og upphæðin segir til um, þá var ekkert til sparað við veisluhöldin. Brúðhjónin greiddu meðal annars gistingu gestanna í Versalahöllinni, máltíð á Chanel Haute Couture Suite og æfingamáltíð í óperuhúsinu í París. Þá spilaði hljómsveitin Maroon 5 í veislunni.

Á gjafalista brúðhjónanna var eitt og annað sem þau vanhagaði greinilega um og var verð gjafanna ansi ríflegt en það hljóp allt frá sem nemur nokkur hundruð þúsund íslenskum krónum upp í sem svarar til margra milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa