Nú hefur Kelly þjáðst í tvö ár og hefur fengið nóg og á sér þá ósk heitasta að deyja. Fjölskylda hennar og vinir hafa því hrundið fjársöfnun af stað til að safna fyrir ferð til Sviss þar sem hún getur fengið aðstoð við að deyja en þar í landi er heimilt að veita slíka aðstoð.
Kelly glímir við stanslausa verki og er ófær um að sinna börnum sínum. Eiginmaður hennar, Stuart May, sagði í samtali við Daily Mail að hann hafi þurft að hætta í vinnunni til að geta verið heima að hugsa um Kelly. „Ég átti engra annarra kosta völ en að hætta að vinna og sjá bókstaflega um allt hér heima. Fólk segir að við eigum yndislegt heimili en þetta er allt það sem við áttum á meðan Kelly var við góða heilsu,“ sagði hann.
„Kelly var stolt húsmóðir, hún vildi allt hið besta fyrir börnin síns. En í rúmlega 18 mánuði hefur hún verið föst í rúminu, ég þvæ hár hennar einu sinni í mánuði og ég verð að snúa henni. Hún þjáist svo mikið. Að fá aðstoð við að deyja er auðvelda lausnin fyrir Kelly því hún hefur gefið alla von upp á bátinn. Vinkona hennar fór þessa leið til að losna við sársauka og þjáningar, þetta er það sem hún vill,“ sagði hann einnig.