fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims

Pressan
Sunnudaginn 3. desember 2023 13:30

Svona lítur það út. Mynd:Schmidt Ocean Institute

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn uppgötvuðu nýlega óvirkt eldfjall á botni Kyrrahafsins. Það gnæfir 1,6 km upp yfir hafsbotninn sem er á 2,4 km dýpi.

Vísindamennirnir gerðu þessa uppgötvun í rannsóknarleiðangri á Falkor rannsóknarskipinu.

Eldfjallið er undan strönd Gvatemala. Það er tvöfalt hærra en Burj Khalifa, sem er hæsta bygging heims.

Live Science segir að eldfjallið nái yfir 14 ferkílómetra og sé á alþjóðlegu hafsvæði. Vísindamennirnir notuðu sónar til að kortleggja svæðið frá Kosta Ríka til East Pacific Rise, sem markar skilin á milli sex fleka, þar á meðal Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríku flekans.

Sjófjöll gegna mikilvægu hlutverki fyrir lífríkið. Á þeim þrífast djúpsjávar kóralar, svampar og ýmis önnur dýr.

Gervihnattagögn benda til að rúmlega 100.000 sjávarfjöll, sem hafa ekki fundist, sé að finna á hafsbotni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa